Íþróttir

Keflavík tapaði fyrir toppliðinu – Grindavík tapaði botnslagnum
Jasmine Dickey hefur sýnt góða frammistöðu á tímabilinu. Mynd úr safni VF/JPK
Fimmtudagur 28. nóvember 2024 kl. 09:17

Keflavík tapaði fyrir toppliðinu – Grindavík tapaði botnslagnum

Tveir leikir fóru fram í Bónusdeild kvenna í gærkvöldi, Keflavík tapaði fyrir Haukum á Ásvöllum og Grindavík tapaði óvænt fyrir Aþenu í Breiðholti.

Haukar - Keflavík 100:83

(21:22, 26:20, 24:21, 29:20)

Í fyrsta leikhluta var jafnt á flestum tölum en Keflvíkingar leiddu með einu stigi að honum loknum (21:22).

Haukar náðu að snúa leiknum sér í hag í öðrum leikhluta og leiddu með fimm stigum í hálfleik (47:42).

SSS
SSS

Keflvíkingar náðu ekki að snúa þeirri þróun við og heimakonur juku muninn í seinni hálfleik, leiddu með átta stigum eftir þriðja leikhluta (71:63) og höfðu að lokum sautján stiga sigur (100:83).

Jasmine Dickey var atkvæðamikil hjá Keflavík, gerði 31 stig, tók tólf fráköst og var með 31 framlagspunkta. Thelma Dís Ágústsdóttir átti einnig fínan leik, var með sautján stig, fimm fráköst, fjórar stoðsendingar og 22 framlagspunkta. Þá gerðu Agnes María Svansdóttir og Bríet Sif Hinriksdóttir ellefu stig hvor.


Aþena - Grindavík 75:67

Engin tölfræði liggur fyrir um leikinn.